Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 12. nóvember 2019 14:46
Magnús Már Einarsson
Rándýrar sektir hjá Chelsea - 3,2 milljónir fyrir að mæta of seint
Frank Lampard.
Frank Lampard.
Mynd: Getty Images
Frank Lampard, stjóri Chelsea, slær hvergi af þegar kemur að sektum á leikmenn Chelsea.

Mynd er í dreifingu á internetinu þar sem er listi yfir sektir sem leikmenn Chelsea þurfa að greiða ef þeir gerast sekir um brot á reglum Lampard.

20 þúsund punda sekt er fyrir að mæta of seint út á æfingavöll eða 3,2 milljónir íslenskar krónur.

500 punda (80 þúsund króna) sekt er fyrir hverja mínútu sem leikmaður mætir of seint á liðsfund og 1000 punda sekt er ef síminn hringir á liðsfundi eða í mat með liðinu.

Leikmenn þurfa að greiða 10 þúsund punda sekt ef þeir tilkynna ekki meiðsli eða veikindi að minnsta kosti einum og hálfum tíma fyrir æfingu.

Hér að neðan má sjá myndina af sektum Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner