Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 12. nóvember 2020 05:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þjóðadeildarumspilið - Fjórir úrslitaleikir
Komast Serbar á sitt annað stórmot í röð?
Komast Serbar á sitt annað stórmot í röð?
Mynd: Getty Images
Fjórir úrslitaleikir fara fram um laust sæti á EM2020 sem fram fer næsta sumar. Umspilið er flokkað eftir því í hvaða deildum liðin voru í fyrstu Þjóðadeildinni.

Leikið er í Georgíu, Ungverjalandi, Norður-Írlandi og í Serbíu. Viðureign Íslands og Ungverjalands er úrslitaleikur A-deildar umspilsins. Viðureign Norður-Írlands og Slóvakíu er úrslitaleikur B-deildar umspilsins.

Viðureign Serbíu og Skotlands er úrslitaleikur C-deildar umspilsins og loks er viðureign Georgíu og Norður-Makedóníu úrslitaleikur í D-deildar umspilinu.

Þá fara einnig fram fjórir vináttuleikir sem sjá má hér að neðan.

Umspil fyrir EM:
17:00 Georgía - Norður-Makedónía
19:45 Norður-Írland - Slóvakía
19:45 Serbía - Skotland
19:45 Ungverjaland - Ísland

Vináttulandsleikir
17:00 Bosnia Herzegovina - Íran
17:00 Moldova - Rússland
19:45 Wales - Bandaríkin
20:00 England - Írland
Athugasemdir
banner
banner
banner