Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fim 12. desember 2019 13:30
Elvar Geir Magnússon
Gattuso hafnaði átján félögum
Gennaro Gattuso hafnaði átján félögum áður en hann sagði já við Napoli.

Eftir að hafa verið atvinnulaus í sex mánuði er þessi fyrrum stjóri AC Milan kominn aftur í slaginn en hann samdi við Napoli í gær.

La Repubblica segir að Gattuso hafi vandað valið og beðið eftir rétta tækifærinu.

Valencia, Geno og Sampdoria eru meðal félaga sem sögð eru hafa fengið höfnun frá Gattuso. Þá er sagt að Fiorentina hafi sýnt honum áhuga.

Napoli hefur ekki staðið undir væntingum í ítölsku A-deildinni á þessu tímabili en liðið mætir Parma um helgina.
Athugasemdir