Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
   mán 12. desember 2022 22:04
Brynjar Ingi Erluson
Klæmint Olsen kynntur hjá Blikum á næstu dögum - Lánaður í eitt tímabil
Klæmint Olsen
Klæmint Olsen
Mynd: Getty Images
Færeyski framherjinn Klæmint Olsen verður formlega kynntur hjá Breiðabliki á næstu dögum en hann kemur til félagsins frá NSÍ Runavík í Færeyjum. Þetta herma heimildir Fótbolta.net.

Olsen, sem er 32 ára gamall, er markahæsti leikmaður færeysku deildarinnar frá upphafi.

Hann hefur skorað 242 mörk í Betri deildinni og komu þau öll með NSÍ Runavík.

Framherjinn öflugi á þá 54 landsleiki fyrir Færeyjar og hefur skorað 10 mörk en hann mun taka nýrri áskorun á ferli sínum og halda til Íslands þar sem hann mun gera eins árs lánssamning við Íslandsmeisralið Breiðabliks.

Hann verður formlega kynntur hjá Blikum á næstu dögum samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Ástæðan fyrir að Olsen sé á leið í Breiðablik er sú að Runavík féll úr efstu deild eftir síðasta tímabil og gerði færeyski landsliðsþjálfarinn þá kröfu á að hann þyrfti að finna sér nýtt félag til að halda sæti sínu í landsliðinu.

Hjá Blikum hittir hann Patrik Johannesen, samherja sinn úr færeyska landsliðinu, en hann kom til Blika frá Keflavík eftir tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner