Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 13. janúar 2021 22:41
Aksentije Milisic
Spænski Ofurbikarinn: Ter Stegen hetja Barcelona
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Real Sociedad 1 - 1 Barcelona (2-3 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Frenkie de Jong ('39 )
1-1 Mikel Oyarzabal ('51 , víti)

Real Sociedad og Barcelona mættust í undanúrslitum spænska Ofurbikarsins en leikið var á Estadio El Arcangel.

Lionel Messi var ekki með Barcelona í leiknum í kvöld en liðið komst yfir á 39. mínútu þegar Frenkie de Jong skoraði eftir undirbúning frá Antoine Griezmann.

Í upphafi síðari hálfleiks handlék de Jong knöttinn í eigin vítateig og vítaspyrna dæmd. De Jong mótmælti dómnum mikið og dómarinn skoðaði atvikið í VAR og hélt sig við dóminn.

Mikel Oyarzabal brást ekki bogalistinn og staðan því 1-1. Það urðu lokatölur leiksins og ekkert var skorað í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppnis.

Fyrstu þrjár spyrnurnar fóru forgörðum. Frenkie de Jong, Mikel Oyarzabal og Jon Bautista klúðruðu allir þangað til Ousamane Dembele kom Barcelona í forystu.

Willian Jose var næstur hjá Sociedad en hann klúðraði líka. Því fóru þrjár fyrstu spyrnur Sociedad forgörðum. Marc-Andre ter Stegen varði tvær og ein fór í stöngina.

Barcelona vann vítaspyrnukeppnina 3-2 og er því komið í úrslitaleikinn þar sem liðið mætir Real Madrid eða Atletico Bilbao.
Athugasemdir
banner
banner