Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
banner
   fös 13. janúar 2023 22:07
Ívan Guðjón Baldursson
England: Villa hafði betur eftir afar fjörugan leik
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Aston Villa 2 - 1 Leeds United
1-0 Leon Bailey ('3)
2-0 Emiliano Buendía ('64)
2-1 Patrick Bamford ('83)


Aston Villa nældi sér í þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni eftir gífurlega fjöruga viðureign gegn Leeds United í kvöld. Liðin mættust í fyrsta leik helgarinnar og var leikið á Villa Park.

Leon Bailey tók forystuna fyrir Villa eftir þrjár mínútur og héldu heimamenn forystunni til leikhlés þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Leeds til að jafna. Það var hreint út sagt ótrúlegt að gestunum hafi ekki tekist að koma boltanum í netið og þegar það loks tókst þá var dæmd afar naum rangstaða.

Leeds var með mikla yfirhönd í fyrri hálfleik en tókst ekki að jafna og var síðari hálfleikurinn jafnari en þó áfram galopinn. Emiliano Buendía tvöfaldaði forystu Aston Villa þegar hann fylgdi skoti eftir með skalla af stuttu færi og var gríðarlega tæpur á að vera ekki í rangstöðu. Aðstoðardómarinn lyfti flagginu upp en VAR skarst í leikinn og dæmdi mark.

Leeds jók sóknarþungann í kjölfarið og kom Patrick Bamford meðal annars inn af bekknum. Bamford minnkaði muninn fyrir Leeds á 83. mínútu en nær komust gestirnir ekki og lokatöur 2-1.

Villa er búið að jafna Chelsea á stigum um miðja deild en stórveldið frá London á leik til góða. 

Leeds er áfram með 17 stig, tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Áhugaverð tölfræði úr leik kvöldsins er sú að Leeds United fékk 11 hornspyrnur á meðan heimamenn í Villa fengu ekki eina einustu.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 36 26 5 5 88 28 +60 83
2 Man City 35 25 7 3 87 33 +54 82
3 Liverpool 36 23 9 4 81 38 +43 78
4 Aston Villa 36 20 7 9 73 53 +20 67
5 Tottenham 35 18 6 11 69 58 +11 60
6 Newcastle 35 17 5 13 78 56 +22 56
7 Chelsea 35 15 9 11 70 59 +11 54
8 Man Utd 35 16 6 13 52 55 -3 54
9 West Ham 36 13 10 13 56 70 -14 49
10 Bournemouth 36 13 9 14 52 63 -11 48
11 Brighton 35 12 11 12 53 57 -4 47
12 Wolves 36 13 7 16 49 60 -11 46
13 Fulham 36 12 8 16 51 55 -4 44
14 Crystal Palace 36 11 10 15 49 57 -8 43
15 Everton 36 12 9 15 38 49 -11 37
16 Brentford 36 9 9 18 52 60 -8 36
17 Nott. Forest 36 8 9 19 45 63 -18 29
18 Luton 36 6 8 22 49 78 -29 26
19 Burnley 36 5 9 22 39 74 -35 24
20 Sheffield Utd 36 3 7 26 35 100 -65 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner