Greenwood orðaður við Liverpool - Bournemouth vill Nwaneri lánaðan - Glasner ræðir við Palace áður en hann tekur ákvörðun
   fös 13. janúar 2023 12:07
Elvar Geir Magnússon
Howe ekki viss um hvort hann velji Joelinton eftir ölvunaraksturinn
Eddie Howe, stjóri Newcastle, segir það mikinn skell að Joelinton hafi verið handtekinn fyrir ölvunarakstur og er ekki viss um að hann velji Brasilíumanninn í hópinn sem mætir Fulham á sunudag.

Joelinton, sem er 26 ára, var handtekinn ölvaður undir stýri aðfaranótt fimmtudags.

Newcastle er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Ég tek ákvörðun þegar nær dregur leiknum, ég mun ræða nánar við hann sjálfan. Ég er ekki 100% ákveðin í því hvað ég mun gera," segir Howe.

Joelinton hefur spilað 21 leik fyrir Newcastle á þessu tímabili, skorað þrjú mörk og átt þrjár stoðsendingar.

„Þetta er skellur, þetta er erfið staða. Joe er fullur iðrunar og leið ekki vel í gær. Ég tel að hann geri sér algjörlega grein fyrir alvarleika brotsins. Ég get ekki farið í smáatriði en ég tel að hann geri sér grein fyrir hvaða kröfur eru settar á hann. Við sýnum honum stuðning en við sem fótboltafélag skiljum alvarleika málsins algjörlega," segir Howe.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 21 15 4 2 40 14 +26 49
2 Man City 21 13 4 4 45 19 +26 43
3 Aston Villa 21 13 4 4 33 24 +9 43
4 Liverpool 21 10 5 6 32 28 +4 35
5 Brentford 21 10 3 8 35 28 +7 33
6 Newcastle 21 9 5 7 32 27 +5 32
7 Man Utd 21 8 8 5 36 32 +4 32
8 Chelsea 21 8 7 6 34 24 +10 31
9 Fulham 21 9 4 8 30 30 0 31
10 Sunderland 21 7 9 5 21 22 -1 30
11 Brighton 21 7 8 6 31 28 +3 29
12 Everton 21 8 5 8 23 25 -2 29
13 Crystal Palace 21 7 7 7 22 23 -1 28
14 Tottenham 21 7 6 8 30 27 +3 27
15 Bournemouth 21 6 8 7 34 40 -6 26
16 Leeds 21 5 7 9 29 37 -8 22
17 Nott. Forest 21 6 3 12 21 34 -13 21
18 West Ham 21 3 5 13 22 43 -21 14
19 Burnley 21 3 4 14 22 41 -19 13
20 Wolves 21 1 4 16 15 41 -26 7
Athugasemdir
banner