Walker til Mílanó - Conte vill Garnacho - Araujo vill komast burt frá Barcelona sem fyrst
   mán 13. janúar 2025 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Simon Kjær leggur skóna á hilluna
Simon Kjær og Christian Eriksen.
Simon Kjær og Christian Eriksen.
Mynd: Getty Images
Simon Kjær, fyrrum fyrirliði danska landsliðsins, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er aðeins 35 ára.

Kjær var virkilega öflugur miðvörður sem lék með Midtjylland, Palermo, Wolfsburg, Roma, Lille, Fenerbahce, Sevilla, Atalanta og AC Milan á ferli sínum.

Kjær verður líklega mest minnst fyrir það hversu frábær fyrirliði hann var en það sást best á EM 2020 í leik gegn Finnlandi.

Þar hneig Christian Eriksen, liðsfélagi hans, niður en Kjær var fljótur að bregðast við og fyrirskipaði liðsfélögum sínum að standa vörð um Eriksen á meðan hlúið var að honum. Kjær hughreysti einnig eiginkonu Eriksen.

Kjær spilaði á sínum ferli 132 landsleiki fyrir Danmörku og skoraði í þeim fimm mörk.
Athugasemdir
banner
banner