Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 13. febrúar 2020 22:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Zidane tók sjálfu með aðdáanda eftir bílslys
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Zinedine Zidane, þjálfari Real Madrid, keyrði aftan á bifreið er hann var á leið á æfingasvæði Madrídarfélagsins um síðustu helgi.

Báðar bifreiðar urðu fyrir smávægilegum skemmdum, en bílstjóri bifreiðarinnar sem Zidane keyrði á hafði ekki miklar áhyggjur af skemmdum á bifreið sinni; hann vildi bara fá sjálfu með goðsögnnni Zidane.

Ignacio Fernandez sagði við spænska fjölmiðla að hann hefði einfaldlega þurft að fá mynd með Zidane svo að fólk myndi trúa honum þegar hann myndi segja söguna síðar.

Hann sagði að Zidane hefði verið mjög almennilegur og kurteis.

Zidane getur leyft sér að vera glaður þessa daganna því Real Madrid er á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar með þriggja stiga forskot á erkifjendur sína í Barcelona.


Athugasemdir
banner
banner