Trent til Real - Hvað gerir Salah? - Williams til Arsenal - Wharton til City og Quenda tl United
   fim 13. febrúar 2025 18:09
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Davíð Atla kom Víkingum yfir - Hans fyrsta Evrópumark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Örn Atlason er búinn að koma Víkingum yfir í Helsinki gegn Panathinaikos í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildarinnar.

Þetta er 28. Evrópuleikur Davíðs en hann var að skora sitt fyrsta mark, hann velur tímasetninguna vel.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Hættuleg aukaspyrna frá Daníel sem skapaði mikla ólgu í teignum. Skot frá Tarik fór í höfuðið á Aroni Þrándar, markvörður Pana reyndi að kýla boltnn en það gekk ekki, hann datt á Davíð sem skoraði með hnitmiðuðu skoti í autt markið!." Skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsinguna.

„Erlingur Agnarsson skallaði boltann til Davíðs. Það var skoðað í VAR hvort Erlingur hefði verið rangstæður en svo er ekki."

Sjáðu markið hér





Athugasemdir
banner
banner
banner