Heimild: Vísir
Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.
Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.
Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.
Age Hareide landsliðsþjálfari er með alla einbeitingu á leiknum gegn Ísrael en tveir aðstoðarmenn hans starfa sem njósnarar fyrir mögulega andstæðinga í úrslitunum.
Hinn sænski Jörgen Lennartsson aflar upplýsinga um úkraínska liðið og verður á leik liðsins gegn Bosníu.
Lennartsson kom inn í teymið hjá Hareide í fyrra. Hann er afar reyndur og hefur starfað með félagsliðum og landsliðum á Norðurlöndunum, sem aðalþjálfari stórra félagsliða í Svíþjóð og Noregi, sem þjálfari U21 landsliðs Svíþjóðar, og sem leikgreinandi fyrir danska landsliðið á HM í Rússlandi, svo eitthvað sé nefnt.
„Hann veit hverju hann á að leita eftir, því hann veit hvað ég vil sjá. Hann mætir með öll smáatriðin til okkar til Búdapest. Ég skildi Úkraínu eftir í höndunum á öðrum því ég vil geta einbeitt mér alfarið að leiknum við Ísrael," segir Hareide í viðtali við Vísi.
Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, sér svo um að afla gagna um Bosníu en við Íslendingar þekkjum það lið vel eftir að hafa verið með því í riðli í undankeppninni. Hareide hefur sjálfur sagt að hann búist fastlega við því að Úkraína muni leggja Bosníu.
Athugasemdir