Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   fim 13. mars 2025 15:37
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Svíi með gríðarlega öfluga ferilskrá á reynslu hjá Fram
Með U21 landsliði Svía árið 2015.
Með U21 landsliði Svía árið 2015.
Mynd: EPA
Sænski miðjumaðurinn Simon Tibbling er samkvæmt heimildum Fótbolta.net á reynslu hjá Fram. Framarar eru sem stendur í æfingaferð á Marbella á Spáni.

Tibbling er þrítugur og býr yfir talsverðri reynslu. Hann vann EM U21 landsliða með Svíum árið 2015 og skoraði tvö mörk í lokakeppninni. Í janúar 2019 lék Tibbling sinn fyrsta og eina landsleik þegar Svíar spiluðu æfingaleik við Finna.

Hann á að baki 89 leiki í hollensku úrvalsdeildinni (Groningen og Emmen), 115 leiki í dönsku úrvalsdeildinni (Bröndby og Randers), 73 leiki í sænsku úrvalsdeildinni (Djurgården) og 45 leiki í norsku úrvalsdeildinni. Þá hefur hann spilað 25 Evrópuleiki á sínum ferli.

Hann var síðast hjá Sarpsborg, kom frá Randers árið 2022 og var í tvö og hálft ár hjá norska félaginu. Hann spilaði einungis sex leiki á síðasta tímabili með Sarpsborg.

Hann varð hollenskur bikarmeistari 2015 og danskur bikarmeistari 2018 þegar hann var liðsfélagi Hjartar Hermannssonar hjá Bröndby.
Athugasemdir
banner
banner