Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Enski boltinn - Nýir vindar og erfitt að spá í spilin
Innkastið - Falldraugurinn færist nær KR og Víkingar eru valtir
Útvarpsþátturinn - Ferðasögur og fótboltafréttir
Einn stærsti sigur í fótboltasögu Íslands og leiðin liggur til Sviss
Arnar Gunnlaugs: Við brugðumst og viðurkennum það
Innkastið - Vítavert klúður Víkings
Leiðin á Laugardalsvöll - Baddi um Árbæ og markamaskína í spjalli
EM hringborðið - Fótboltinn sigraði þó hann hafi ekki komið heim
Útvarpsþátturinn - Boltinn með Binna Gests og FIFPro
EM hringborðið - Efnilegar stórstjörnur og spennandi úrslitaleikur
EM hringborðið - Undanúrslitin hefjast í kvöld
Innkastið - Skagahátíð og Lengjuuppgjör 1-11
Tiltalið: Úlfur Ágúst Björnsson
Útvarpsþátturinn - Kjartan Henry, EM og íslenski
EM hringborðið - Systurnar fara yfir 16-liða úrslitin
Útvarpsþátturinn - Innkastið í beinni á X977
EM hringborðið - Riðlunum lokið og útsláttarkeppni framundan
Innkastið - Blikar brugðust og lið umferða 1-11
Útvarpsþátturinn - Freysi og kraftaverkið í Kortrijk
EM hringborðið - Lárus Orri og Óðinn Svan ræða fyrstu vikuna
   mið 13. apríl 2016 16:15
Magnús Már Einarsson
Gregg Ryder: Höldum okkur 100% uppi
Gregg Ryder þjálfari Þróttar.
Gregg Ryder þjálfari Þróttar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég bjóst við þessu. Ég er ekki hissa," segir Gregg Ryder þjálfari Þróttar um spá Fótbolta.net fyrir Pepsi-deildina. Nýliðum Þróttar er spáð neðsta sæti þar.

„Markmið okkar er að eiga gott tímabil. Það hefur enginn innan félagsins talað um fall. Þó að fólk utan félagsins telji að við föllum beint aftur niður þá truflar það okkur ekki."

Gregg er sannfærður um að Þróttarar muni afsanna spána og halda sæti sínu í deildinni.„Ég er 100% viss. Ég hef haft 7-8 mánuði til að vinna með þessum leikmönnum fyrir tímabilið og ég er ekki í neinum vafa."

Þróttur vann ekki leik í Fótbolta.net mótinu, Reykjavíkurmótinu og Lengjubikarnum í ár. Þróttarar hafa ekki átt góðu gengi að fagna á undirbúningstímabilinu undanfarin ár og Gregg hefur ekki áhyggjur af því að sjálfstraust leikmanna sé lítið fyrir sumarið.

„Ef þetta væri fyrsta undirbúningstímabilið undir minni stjórn þá væru leikmennirnir kannski áhyggjufullir. Þetta er þriðja undirbúningstímabilið og við höfum alltaf gert þetta svona. Ég hef sagt þeim að hafa ekki áhyggjur. Þegar apríl kemur þá förum við að vinna leiki og við höfum unnið fjóra leiki í röð núna."

Fleiri lið hefðu lent í vandræðum með að spila á Akureyri
Þróttarar unnu Grindavík 3-2 í æfingaleik um síðustu helgi en í síðustu viku mætti liðið ekki til leiks gegn Þór í Lengjubikarnum. Þróttarar sögðust ekki geta náð í lið og fengu gagnrýni fyrir.

„Hvaða lið sem er í Pepsi-deildinni hefði lent í vandræðum með að fara á Akureyri á miðvikudegi nema kannski FH og Stjarnan sem eru með marga atvinnumenn. Við erum hálf atvinnumenn og það er erfitt fyrir heilan leikmannahóp að fá frí í vinnu eftir að hafa verið í vikufríi í æfingaferð. Við gátum spilað helgina eftir en þeir gátu það ekki. Það var erfitt að koma liði saman þennan dag út af vinnu og skóla."

Ánægður með liðsstyrkinn
Þróttarar fóru rólega af stað á leikmannamarkaðinum síðastliðið haust en Gregg segir að samkeppnin við önnur félög hafi verið erfið þar.

„Við vorum að keppa við lið eins og Stjörnuna um leikmenn og ég skil að leikmenn vilji fara í lið sem eru í Evróukeppni og að berjast um titilinn. Við erum líklega með minnsta fjármagnið í deildinni sem gerir þetta líka erfitt. Leikmennirnir sem við fengum til okkar eru með gæði og ég er mjög ánægður með þá."

Gregg segir erfitt að segja til um hvort launin hjá leikmönnum í Pepsi-deildinni séu orðin of há.

„Styrkleikinn í íslenska boltanum er mjög góður. Ef þú berð launin í íslensku úrvalsdeildinni saman við D-deildina í Englandi, sem er svipuð af styrkleika, þá fá leikmennirnir í Englandi mun meira borgað. Það fer eftir því hvernig þú lítur á þetta. Ég veit ekki hvort þeir ættu að fá meira borgað eða ekki."

Vildi fá FH í fyrsta leik
Kjartan Ágúst Breiðdal hefur æft með Þrótti að undanförnu og hann gæti samið við félagið. Að öðru leyti er óvíst hvort að fleiri leikmenn komi í Þrótt fyrir sumarið.

„Ég er ánægður með hópinn. Ég útiloka ekki að við fáum fleiri leikmenn en við þurfum að skoða fjármagnið sem við höfum," sagði Gregg.

Þróttarar fá Íslandsmeistara FH í heimsókn í 1. umferðinni þann 1. maí næstkoamndi. Hann segist ekki hafa kosið að fá annan andstæðing í fyrsta leik.

„Við vildum fá FH. Þeir eru með besta liðið í deildinni og það er gott að byrja gegn þeim bestu til að sýna hversu góðir við erum," sagði Gregg.

Hér að ofan má hlusta á viðtalið við Gregg í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner