Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   mið 13. apríl 2016 15:45
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Þróttar - Hvernig verður miðjan?
Emil Atlason leiðir línuna hjá Þrótti í sumar.
Emil Atlason leiðir línuna hjá Þrótti í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Pétursson snýr aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla.
Ragnar Pétursson snýr aftur eftir langa fjarveru vegna meiðsla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við teljum niður í Pepsi-deildina með því að kynna liðin til leiks eftir því hvar þeim er spáð. Við veltum fyrir okkur líklegum byrjunarliðum í upphafi móts. Nýliðum Þróttar er spáð tólfta og neðsta sætinu í sumar.



Í markinu hjá Þrótti verður Trausti Sigurbjörnsson sem var valinn bestur í 1. deildinni í fyrra. Arnar Darri Pétursson kom frá Stjörnunni í vetur og hann verður varamarkvörður.

Aron Ýmir Pétursson verður hægri bakvörður og Daninn ungi Kristian Larsen verður vinstra megin. Kristian fyllir skarð Hlyns Haukssonar sem flutti erlendis eftir síðasta tímabil. Karl Brynjar Björnsson er að vanda í hjarta varnarinnar hjá Þrótti og við hlið hans verður Sebastian Svard, fyrrum leikmaður Arsenal. Davíð Þór Ásbjörnsson er að koma heim úr námi frá Bandaríkjunum og hann gæti leyst stöður í vörninni sem og Hreinn Ingi Örnólfsson og Erlingur Jack Guðmundsson.

Miðjan er mesta spurningamerkið hjá Þrótti fyrir byrjun móts en þar eru margir í baráttunni. Oddur Björnsson sleit krossband í vetur en Ragnar Pétursson er að snúa aftur eftir samskonar meiðsli. Ragnar verður vætanlega byrjunarliðsmaður í sumar en óvíst er hvort hann verði kominn í nógu góða leikæfingu fyrir fyrsta leik. Finnur Ólafsson kom til Þróttar í vetur en hann mun berjast við fyrirliðann Hall Hallsson og Viktor Unnar Illugason um sæti í liðinu. Viktor hefur spilað mikið aftarlega á miðjunni í vetur. Tonny Mawejje, landsliðsmaður Úganda, er ekki ennþá kominn til landins en hann gæti líka byrjað á miðjunni. Framarlega á miðjunni verður síðan hinn brasilíski Thiago Pinto Borges sem menn í Laugardalnum binda miklar vonir við.

Dion Acoff verður í lykilhlutverki í liði Þróttar en hann var frábær í 1. deildinni í fyrra. Brynjar Jónasson kom frá Fjarðabyggð í vetur og hann verður líklega á hinum kantinum á undan Vilhjálmi Pálmasyni. Fremstur verður síðan Emil Atlason sem kom til Þróttara í vetur.
Athugasemdir
banner
banner