Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 13. apríl 2019 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Cassano vill sjá Totti sem forseta Roma
Mynd: Getty Images
Antonio Cassano vill sjá Francesco Totti taka við forsetaembættinu hjá AS Roma, en James Pallotta er núverandi forseti félagsins.

Totti er goðsögn hjá Roma og starfar enn fyrir félagið. Hann hefur verið orðaður við stöðuhækkun að undanförnu og gæti orðið nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu eftir brottför Monchi.

Cassano segir þó að Totti ætti að sinna mikilvægasta starfinu enda hafi hann alla burði til þess.

„Ranieri er góð manneskja en ég veit ekki hvort hann sé sá rétti fyrir Roma. Ég myndi frekar vilja sjá einhvern með sterkari karakter á hliðarlínunni, einhvern eins og Donadoni," sagði Cassano á Sky Sport Italia.

„Það sem ég vil mest sjá er Totti sem forseta félagsins. Hann er gáfaður og stabíll einstaklingur sem elskar félagið og þekkir það eins og eigið handarbak. Hann er Roma."

Roma er í sjötta sæti ítölsku deildarinnar sem stendur, einu stigi frá Meistaradeildarsæti. Liðið fær Udinese í heimsókn í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner