
Powerade-slúðurpakki dagsins er lentur og er fullt af áhugaverðum molum en ensku úrvalsdeildarfélögin eru þegar farin að undirbúa sig undir stórt sumar á félagaskiptamarkaðnum.
Chelsea hefur áhuga á því að fá Dean Huijsen (19), varnarmann Bournemouth í sumar, en mun fá samkeppni frá fjölmörgum úrvalsdeildarliðum. (Athletic)
Enska félagið er einnig orðað við Jesus Rodriguez (19), vængmann Real Betis. Leikmaðurinn er með 42 milljóna punda kaupákvæði í samningi sínum. (Mail)
Manchester United hefur aukið áhuga sinn á japanska markverðinum Zion Suzuki (22) sem er á mála hjá Parma á Ítalíu, en hann er metinn á um 40 milljónir punda. (Talksport)
Real Madrid er reiðubúið að leyfa reynsluboltanum Luka Modric (39) að yfirgefa félagið á frjálsri sölu í sumar. (Diario AS)
Inter Miami ætlar að bjóða argentínska leikmanninum Lionel Messi (38) nýjan samning á næstu vikum, en núgildandi samningur hans rennur út í sumar. (Mirror)
Arsenal er að undirbúa 35 milljóna punda tilboð í Arda Güler (20), leikmann Real Madrid á Spáni. (Sun)
RB Leipzig hefur áhuga á að fá Cesc Fabregas, fyrrum leikmann Arsenal og spænska landsliðsins, til að taka við liðinu í sumar. Hann hefur gert góða hluti með Como í Seríu A á þessari leiktíð. (Calciomercato)
Manchester City, Bayern München og Borussia Dortmund eru öll í baráttunni um Guille Fernandez (16), leikmann Barcelona og U19 ára landsliðs Spánar, en hann er sagður óánægður með spiltímann með aðalliði Börsunga. (Mundo Deportivo)
Liverpool vill fá 17-22 milljónir punda fyrir ítalska sóknarmanninn Federico Chiesa (27) í sumar, en hann er á blaði hjá AC Milan og nokkrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. (CaughtOffside)
Fernando Carro, framkvæmdastjóri Bayer Leverkusen í Þýskalandi, er vongóður um að halda Xabi Alonso og Florian Wirtz áfram hjá félaginu á næsta tímabili. (Sky Sports í Þýskalandi)
Manchester United mun leggja fram formlegt tilboð í brasilíska miðjumanninn Ederson (25) sem er á mála hjá Atalanta á Ítalíu, en félagið vill fá um 52 milljónir punda fyrir leikmanninn. (Tuttomercato)
Liverpool er að undirbúa tilboð í Nicolo Barella (28), miðjumann Inter á Ítalíu. (Fichajes)
Athugasemdir