Nýliðaslagurinn milli Aftureldingar og ÍBV fer fram á eftir klukkan 17:00. Þetta verður fyrsti heimaleikur Aftureldingar í efstu deild. Byrjunarliðin hafa verið byrt og má sjá hér fyrir neðan.
Lestu um leikinn: Afturelding 0 - 0 ÍBV
Magnús Már Einarsson þjálfari Aftureldingar gerir aðeins eina breytingu á sínu liði sem tapaði 2-0 fyrir Breiðablik í síðustu umferð. Það er Arnór Gauti Ragnarsson sem kemur inn í liðið en Andri Freyr Jónasson sest á bekkinn.
Þorlákur Árnason þjálfari ÍBV gerir engar breytingar og heldur sama byrjunarliði og tapaði gegn Víking 2-0 í síðustu umferð.
Byrjunarlið Afturelding:
1. Jökull Andrésson (m)
0. Sigurpáll Melberg Pálsson
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
21. Þórður Gunnar Hafþórsson
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson
77. Hrannar Snær Magnússon
Byrjunarlið ÍBV:
1. Marcel Zapytowski (m)
0. Þorlákur Breki Þ. Baxter
2. Sigurður Arnar Magnússon
5. Mattias Edeland
6. Milan Tomic
8. Bjarki Björn Gunnarsson
22. Oliver Heiðarsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
24. Hermann Þór Ragnarsson
25. Alex Freyr Hilmarsson (f)
26. Felix Örn Friðriksson
Athugasemdir