Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
   fös 13. maí 2022 22:08
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars: Frábært að fá Alexöndru og þær sem voru í Bandaríkjunum inn
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Þetta var sannarlega góð ferð í vesturbæinn, þrjú stig, fjögur mörk og að halda markinu hreinu er mjög gott," sagið Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 0-4 sigur á KR í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Leikurinn var eins og við bjuggumst við. Þær lágu niðri og reyndu að beita skyndisóknum. Okkar hlutverk var að reyna að stjórna leiknum og skapa okkur góðar stöður," sagði hann.

„Það er alltaf spurning um að missa ekki boltann á slæmum stöðum og fá það á sig en heilt yfir var þetta fínt. Það voru hlutir sem við vildum gera betur, þær fengu moment sem þær hefðu geta refsað okkur fyrir. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða betur og reyna að vinna í og laga."

Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskona gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í gær. Hvernig var að fá hana inn í liðið?

„Það var frábært, það er frábært að fá Alexöndru inn og líka þær sem voru í Bandaríkjunum, Áslaugu Mundu og Hildi Þóru sem voru komnar í hópinn. Hópurinn er þéttur, flottur og virkilega spennandi."

Það hefur oft verið kvartað yfir að KSÍ setji ekki bestu dómarana á kvennaleiki en dómarinn í kvöld var Egill Arnar Sigurþórsson, einn besti dómari landsins.

„Við fengum toppdómara í dag og það er vel, bara flott og gaman að því. Ég er ánægður með Egil."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan en hann segir að Anna Petryk hafi fengið hnjask í síðasta leik og var því hvíld í dag.


Athugasemdir
banner
banner