Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   fös 13. maí 2022 22:08
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars: Frábært að fá Alexöndru og þær sem voru í Bandaríkjunum inn
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Þetta var sannarlega góð ferð í vesturbæinn, þrjú stig, fjögur mörk og að halda markinu hreinu er mjög gott," sagið Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 0-4 sigur á KR í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Leikurinn var eins og við bjuggumst við. Þær lágu niðri og reyndu að beita skyndisóknum. Okkar hlutverk var að reyna að stjórna leiknum og skapa okkur góðar stöður," sagði hann.

„Það er alltaf spurning um að missa ekki boltann á slæmum stöðum og fá það á sig en heilt yfir var þetta fínt. Það voru hlutir sem við vildum gera betur, þær fengu moment sem þær hefðu geta refsað okkur fyrir. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða betur og reyna að vinna í og laga."

Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskona gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í gær. Hvernig var að fá hana inn í liðið?

„Það var frábært, það er frábært að fá Alexöndru inn og líka þær sem voru í Bandaríkjunum, Áslaugu Mundu og Hildi Þóru sem voru komnar í hópinn. Hópurinn er þéttur, flottur og virkilega spennandi."

Það hefur oft verið kvartað yfir að KSÍ setji ekki bestu dómarana á kvennaleiki en dómarinn í kvöld var Egill Arnar Sigurþórsson, einn besti dómari landsins.

„Við fengum toppdómara í dag og það er vel, bara flott og gaman að því. Ég er ánægður með Egil."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan en hann segir að Anna Petryk hafi fengið hnjask í síðasta leik og var því hvíld í dag.


Athugasemdir