Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
banner
   fös 13. maí 2022 22:08
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars: Frábært að fá Alexöndru og þær sem voru í Bandaríkjunum inn
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Þetta var sannarlega góð ferð í vesturbæinn, þrjú stig, fjögur mörk og að halda markinu hreinu er mjög gott," sagið Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 0-4 sigur á KR í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Leikurinn var eins og við bjuggumst við. Þær lágu niðri og reyndu að beita skyndisóknum. Okkar hlutverk var að reyna að stjórna leiknum og skapa okkur góðar stöður," sagði hann.

„Það er alltaf spurning um að missa ekki boltann á slæmum stöðum og fá það á sig en heilt yfir var þetta fínt. Það voru hlutir sem við vildum gera betur, þær fengu moment sem þær hefðu geta refsað okkur fyrir. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða betur og reyna að vinna í og laga."

Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskona gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í gær. Hvernig var að fá hana inn í liðið?

„Það var frábært, það er frábært að fá Alexöndru inn og líka þær sem voru í Bandaríkjunum, Áslaugu Mundu og Hildi Þóru sem voru komnar í hópinn. Hópurinn er þéttur, flottur og virkilega spennandi."

Það hefur oft verið kvartað yfir að KSÍ setji ekki bestu dómarana á kvennaleiki en dómarinn í kvöld var Egill Arnar Sigurþórsson, einn besti dómari landsins.

„Við fengum toppdómara í dag og það er vel, bara flott og gaman að því. Ég er ánægður með Egil."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan en hann segir að Anna Petryk hafi fengið hnjask í síðasta leik og var því hvíld í dag.


Athugasemdir
banner