Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 13. maí 2022 22:08
Hafliði Breiðfjörð
Ási Arnars: Frábært að fá Alexöndru og þær sem voru í Bandaríkjunum inn
Kvenaboltinn
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Ásmundur Arnarsson í vesturbænum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

„Þetta var sannarlega góð ferð í vesturbæinn, þrjú stig, fjögur mörk og að halda markinu hreinu er mjög gott," sagið Ásmundur Arnarsson þjálfari Breiðabliks eftir 0-4 sigur á KR í Bestu-deild kvenna í kvöld.


Lestu um leikinn: KR 0 -  4 Breiðablik

„Leikurinn var eins og við bjuggumst við. Þær lágu niðri og reyndu að beita skyndisóknum. Okkar hlutverk var að reyna að stjórna leiknum og skapa okkur góðar stöður," sagði hann.

„Það er alltaf spurning um að missa ekki boltann á slæmum stöðum og fá það á sig en heilt yfir var þetta fínt. Það voru hlutir sem við vildum gera betur, þær fengu moment sem þær hefðu geta refsað okkur fyrir. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða betur og reyna að vinna í og laga."

Alexandra Jóhannsdóttir landsliðskona gekk í raðir Breiðabliks á láni frá Frankfurt í gær. Hvernig var að fá hana inn í liðið?

„Það var frábært, það er frábært að fá Alexöndru inn og líka þær sem voru í Bandaríkjunum, Áslaugu Mundu og Hildi Þóru sem voru komnar í hópinn. Hópurinn er þéttur, flottur og virkilega spennandi."

Það hefur oft verið kvartað yfir að KSÍ setji ekki bestu dómarana á kvennaleiki en dómarinn í kvöld var Egill Arnar Sigurþórsson, einn besti dómari landsins.

„Við fengum toppdómara í dag og það er vel, bara flott og gaman að því. Ég er ánægður með Egil."

Nánar er rætt við Ása í spilaranum að ofan en hann segir að Anna Petryk hafi fengið hnjask í síðasta leik og var því hvíld í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner