Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fim 13. júní 2019 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kölluðu eftir Mbappe er Hazard var kynntur í Madríd
Hazard heldur bolta á lofti á Santiago Bernabeu.
Hazard heldur bolta á lofti á Santiago Bernabeu.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard var í kvöld kynntur til leiks hjá Real Madrid eftir félagaskipti hans frá Chelsea.

Kaupverðið er talið nema 100 milljónum evra, eða 89 milljónum punda, Verðið getur farið upp í 130 milljónir punda með árangurstengdum bónusgreiðslum.

Stuðningsmenn eru gríðarlega spenntir fyrir Hazard og mættu 50 þúsund stuðningsmenn Madrídarstórveldisins á völlinn í kvöld.

Hazard verður í treyju númer 7 hjá Real Madrid.

Það hefur verið nóg að gera hjá Real Madrid í byrjun sumars. Félagið er búið að krækja í Hazard, Luka Jovic, Eder Militao, Ferland Mendy og brasilíska ungstirnið Rodrygo.

Eftir vonbrigði síðasta tímabils er það ljóst að stuðningsmenn vilja fá enn meira en það sem komið er. Stuðningsmenn kölluðu eftir Kylian Mbappe, leikmanni PSG, á vellinum í kvöld.







Athugasemdir
banner
banner
banner