Elín Björg skoraði gegn uppeldisfélaginu í kvöld

Elín Björg Norðfjörð Símonardóttir, sóknarmaður FH, reyndist sínum gömlu félögum í Haukum erfið þegar liðin áttust í Hafnarfjarðarslag í Lengjudeildinni í kvöld.
Lestu um leikinn: FH 1 - 1 Haukar
Hún kom FH í fyrri hálfleik en það dugði ekki til sigurs. Haukar jöfnuðu í blálokin.
„Ég er leið, þetta er sorglegt og ég er pirruð. Það er ekki gaman að fá á sig mark í uppbótartíma," sagði Elín eftir leikin.
Elín var beðin um að lýsa markinu sem hún skoraði. Undirritaður missti af aðdragandanum.
„Ég man þetta ekki alveg. Ég var allt í einu komin fram hjá öllum og skaut í markið. Ég man ekki meira. Þetta var smá stressandi, erfitt að setja hann í markið svona langt frá."
Elín er fyrrum leikmaður Hauka en hún ákvað að fara í FH fyrir þetta tímabil.
„Það var geggjað að fá að byrja þennan leik. Þetta var komið fínt hjá mér í Haukum, ég var ekki alveg að fíla mig þar og ákvað að breyta til. Mér líður mjög vel í FH, aldrei liðið betur," sagði Elín en stefnan hjá FH er að komast upp.
„Ég vil bara skora þegar ég er inn á, skora fyrir liðið mitt - FH," sagði Elín að lokum.
Viðtalið er hér allt að ofan.
Athugasemdir