Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 13. júlí 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Crewe
Minningar sem munu seint gleymast
Icelandair
Dagný Brynjarsdóttir og sonur hennar.
Dagný Brynjarsdóttir og sonur hennar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það mynduðust falleg augnablik á Akademíuleikvanginum í Manchester eftir leik Íslands og Belgíu síðasta sunnudag.

Þetta var fyrsti leikur Íslands á EM í sumar og endaði hann með 1-1 jafntefli.

Lestu um leikinn: Belgía 1 -  1 Ísland

Það eru fimm mæður í okkar liði, en það er ekkert annað lið með eins margar mæður í sínum hóp á EM í sumar. Þær eru miklar fyrirmyndir fyrir aðrar fótboltakonur á hæsta stigi leiksins.

Mæðurnar í hópi okkar liðs eru Dagný Brynjarsdóttir, Elísa Viðarsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Sif Atladóttir. Fjórar þeirra hafa gengið í gegnum fæðingu og komið til baka eftir það.

„Þetta sýnir að það er vel hægt að spila á háu stigi eftir að hafa gengið í gegnum svona. Þó ég hafi ekki upplifað fæðingu sjálf í eigin líkama þá er hlutverkið stórt og allt sem fylgir því," sagði Sandra, markvörður liðsins, við Fótbolta.net á dögunum. Hlutverkið er stórt og mikilvægt.

Það var skemmtilegt eftir leikinn gegn Belgíu þegar börn leikmanna fengu að koma inn á völlinn og upplifa mjög skemmtilega stund með mæðrum sínum. Þetta eru minningar sem munu eflaust seint gleymast fyrir stelpurnar okkar; að fá að knúsa börn sín inn á vellinum eftir að hafa spilað fyrir hönd þjóðar sinnar á einhverju stærsta sviði fótboltans - sjálfu Evrópumótinu.

Hafliði Breiðfjörð og Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir fönguðu augnablikið eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Athugasemdir
banner
banner
banner