Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   lau 13. júlí 2024 11:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Liam Delap til Ipswich (Staðfest)
Mynd: Ipswich Town

Liam Delap er genginn til liðs við Ipswich frá Manchester City en hann skrifar undir fimm ára samning við félagið.


Þessi 21 árs gamli enski framherji er fjórði leikmaðurinn sem nýliðarnir í úrvalsdeildinni fá til sín í sumar á eftir Ben Johnson, frá West Ham, Omari Hutchinson, frá Chelsea og Jacob Greaves frá Hull.

Delap gekk ungur að árum til Man City frá Derby en hann kom við sögu í sex leikjum hjá City og skoraði eitt mark. Hann var á láni hjá Hull í Championship deildinni þar sem hann skoraði átta mörk í 31 leik.

„Ég er mjög spenntur. Ég hef heyrt margt gott um þetta félag, hvernig leikmenn og starfsfólk vinnur. Þess vegna er ég spenntur fyrir því að vera hérna," sagði Delap við undirskriftina.

„Stjórinn vill spila spennandi fótbolta. Hann er hraður og ákafur og ég hlakka til að byrja. Ég vil skora mörk og leggja upp og ég mun leggja hart að mér að hjálpa liðinu."


Athugasemdir
banner
banner