Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 13. ágúst 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Engir endurteknir leikir í enska bikarnum
Ekki tveir leikir í undanúrslitum í deildabikar
Mynd: Getty Images
Engir endurteknir leikir verða í enska bikarnum á komandi tímabili en þess í stað verður leikið til þrautar ef staðan er jöfn eftir 90 mínútur. Í gegnum tíðina hefur farið fram annar leikur ef staðan er jöfn eftir 90 mínútur.

Þetta er gert til þess að fækka leikjum en tímabilið hefst síðar en vanalega vegna kórónaveirunnar.

Forkeppni enska bikarsins hefst í kringum mánaðarmótin en liðin í úrvalsdeildinni koma inn í keppnina í þriðju umferð í janúar. Úrslitaleikurinn sjálfur fer síðan fram 15. maí á næsta ári.

Ákveðið hefur verið að lækka verðlaunaféð um helming í enska bikarnum vegna kórónaveirunnar.

Enski deildabikarinn hefst einnig í september en þar verður ekki leikið heima og að heiman í undanúrslitunum í janúar eins og vanalega. Þess í stað verður einn leikur í undanúrslitum.
Athugasemdir
banner
banner
banner