Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 13. september 2020 19:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Við áttum þennan sigur skilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Uppleggið hjá okkur gekk nokkuð vel eftir og Breiðablik er bara eitt af þeim liðum sem er mjög krefjandi að undirbúa sig fyrir en heilt yfir fannst mér og okkur að uppleggið hjá okkur hafi gengið nokkuð vel upp" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen annar aðalþjálfari FH eftir 3-1 sigur á Breiðablik í dag.

Sanngjörn úrslit í dag?

" Já við unnum 3-1, þótt þriðja markið hafi komið seint í leiknum þá er ég alveg sannfærður um það við áttum þennan sigur skilið og það er nú yfirleitt þannig í fótbolta og yfir tímabilið þá færðu bara það sem þú átt skilið, við lögðum aldeilis vinnuna sem hópur og lið í þennan leik í dag og fengum þrjú stig"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Jónatan Ingi var fjarrverandi í dag vegna höfuðmeiðsla, Daníel Hafsteins var frá í dag vegna meiðsla og Kristján Gauti þurfti að fara af velli út af, hver er staðan á þeim?

"Jónatan fékk smá heilahristing þannig við metum hans stöðu í vikunni, við eigum eftir að láta athuga Kristján Gauta og hver meiðslin hans eru, Daníel er með smá hné vandamál sem hann þarf að fara rosa varlega í, við erum sem betur fer með sterkan og breiðan hóp eins og sást í dag sem getur tekist á við komandi leiki og verkefni"

Leikur sem mátti ekki tapast?

"Hvað mig varðar má ekki tapa neinum leikjum, en jú þegar það líður á mótið og við sjáum liðin fyrir ofan okkur, hvar ætlum við að vera og við hverja ætlum við að berjast þá er gríðarlega mikilvægt að hafa tekið 3 stig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner