Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 13. september 2020 19:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Við áttum þennan sigur skilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Uppleggið hjá okkur gekk nokkuð vel eftir og Breiðablik er bara eitt af þeim liðum sem er mjög krefjandi að undirbúa sig fyrir en heilt yfir fannst mér og okkur að uppleggið hjá okkur hafi gengið nokkuð vel upp" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen annar aðalþjálfari FH eftir 3-1 sigur á Breiðablik í dag.

Sanngjörn úrslit í dag?

" Já við unnum 3-1, þótt þriðja markið hafi komið seint í leiknum þá er ég alveg sannfærður um það við áttum þennan sigur skilið og það er nú yfirleitt þannig í fótbolta og yfir tímabilið þá færðu bara það sem þú átt skilið, við lögðum aldeilis vinnuna sem hópur og lið í þennan leik í dag og fengum þrjú stig"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Jónatan Ingi var fjarrverandi í dag vegna höfuðmeiðsla, Daníel Hafsteins var frá í dag vegna meiðsla og Kristján Gauti þurfti að fara af velli út af, hver er staðan á þeim?

"Jónatan fékk smá heilahristing þannig við metum hans stöðu í vikunni, við eigum eftir að láta athuga Kristján Gauta og hver meiðslin hans eru, Daníel er með smá hné vandamál sem hann þarf að fara rosa varlega í, við erum sem betur fer með sterkan og breiðan hóp eins og sást í dag sem getur tekist á við komandi leiki og verkefni"

Leikur sem mátti ekki tapast?

"Hvað mig varðar má ekki tapa neinum leikjum, en jú þegar það líður á mótið og við sjáum liðin fyrir ofan okkur, hvar ætlum við að vera og við hverja ætlum við að berjast þá er gríðarlega mikilvægt að hafa tekið 3 stig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner