Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   sun 13. september 2020 19:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Við áttum þennan sigur skilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Uppleggið hjá okkur gekk nokkuð vel eftir og Breiðablik er bara eitt af þeim liðum sem er mjög krefjandi að undirbúa sig fyrir en heilt yfir fannst mér og okkur að uppleggið hjá okkur hafi gengið nokkuð vel upp" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen annar aðalþjálfari FH eftir 3-1 sigur á Breiðablik í dag.

Sanngjörn úrslit í dag?

" Já við unnum 3-1, þótt þriðja markið hafi komið seint í leiknum þá er ég alveg sannfærður um það við áttum þennan sigur skilið og það er nú yfirleitt þannig í fótbolta og yfir tímabilið þá færðu bara það sem þú átt skilið, við lögðum aldeilis vinnuna sem hópur og lið í þennan leik í dag og fengum þrjú stig"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Jónatan Ingi var fjarrverandi í dag vegna höfuðmeiðsla, Daníel Hafsteins var frá í dag vegna meiðsla og Kristján Gauti þurfti að fara af velli út af, hver er staðan á þeim?

"Jónatan fékk smá heilahristing þannig við metum hans stöðu í vikunni, við eigum eftir að láta athuga Kristján Gauta og hver meiðslin hans eru, Daníel er með smá hné vandamál sem hann þarf að fara rosa varlega í, við erum sem betur fer með sterkan og breiðan hóp eins og sást í dag sem getur tekist á við komandi leiki og verkefni"

Leikur sem mátti ekki tapast?

"Hvað mig varðar má ekki tapa neinum leikjum, en jú þegar það líður á mótið og við sjáum liðin fyrir ofan okkur, hvar ætlum við að vera og við hverja ætlum við að berjast þá er gríðarlega mikilvægt að hafa tekið 3 stig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner