Guehi til Liverpool - Salah kennt um erfiðleika Wirtz - Tottenham vill markmann - Tchouameni til Man Utd og Toney til Englands
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
banner
   sun 13. september 2020 19:10
Arnar Laufdal Arnarsson
Eiður Smári: Við áttum þennan sigur skilið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
"Uppleggið hjá okkur gekk nokkuð vel eftir og Breiðablik er bara eitt af þeim liðum sem er mjög krefjandi að undirbúa sig fyrir en heilt yfir fannst mér og okkur að uppleggið hjá okkur hafi gengið nokkuð vel upp" Sagði Eiður Smári Guðjohnsen annar aðalþjálfari FH eftir 3-1 sigur á Breiðablik í dag.

Sanngjörn úrslit í dag?

" Já við unnum 3-1, þótt þriðja markið hafi komið seint í leiknum þá er ég alveg sannfærður um það við áttum þennan sigur skilið og það er nú yfirleitt þannig í fótbolta og yfir tímabilið þá færðu bara það sem þú átt skilið, við lögðum aldeilis vinnuna sem hópur og lið í þennan leik í dag og fengum þrjú stig"

Lestu um leikinn: FH 3 -  1 Breiðablik

Jónatan Ingi var fjarrverandi í dag vegna höfuðmeiðsla, Daníel Hafsteins var frá í dag vegna meiðsla og Kristján Gauti þurfti að fara af velli út af, hver er staðan á þeim?

"Jónatan fékk smá heilahristing þannig við metum hans stöðu í vikunni, við eigum eftir að láta athuga Kristján Gauta og hver meiðslin hans eru, Daníel er með smá hné vandamál sem hann þarf að fara rosa varlega í, við erum sem betur fer með sterkan og breiðan hóp eins og sást í dag sem getur tekist á við komandi leiki og verkefni"

Leikur sem mátti ekki tapast?

"Hvað mig varðar má ekki tapa neinum leikjum, en jú þegar það líður á mótið og við sjáum liðin fyrir ofan okkur, hvar ætlum við að vera og við hverja ætlum við að berjast þá er gríðarlega mikilvægt að hafa tekið 3 stig"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner