Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 18:38
Brynjar Ingi Erluson
Valskonur Íslandsmeistarar í fjórtánda sinn
Kvenaboltinn
Valskonur eru Íslandsmeistarar
Valskonur eru Íslandsmeistarar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur er Íslandsmeistari í fjórtánda sinn í sögu félagsins og í þriðja sinn í röð en þetta varð ljóst eftir að Breiðablik tapaði fyrir Þór/KA, 3-2, á Akureyri.

Sigur Vals var í raun aldrei í hættu. Liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum í allt sumar, gegn Stjörnunni og Breiðabliki, en liðið stakk af í lokahluta deildarinnar er Blikar og Þróttur töpuðu mikilvægum leikjum.

Valsliðið hefur unnið fjórtán leiki í sumar og skorað 48 mörk en vörnin hefur líka staðið sína plikt og fengið á sig aðeins fimmtán mörk, fæst allra liða.

Þetta er fjórtándi Íslandsmeistaratitillinn í sögu Vals en liðið er næst sigursælasta lið deildarinnar frá upphafi á eftir Breiðabliki sem hefur unnið átján sinnum.

Bryndís Arna Níelsdóttir hefur verið þeirra helsta markamaskína í sumar með 14 mörk. Ásdís Karen Halldórsdóttir kemur þar næst á eftir með 6 mörk.

Valur er með 45 stig þegar liðið á fjóra leiki eftir. Það getur sett stigamet í deildinni en Stjarnan á hins vegar stigametið eftir 18 leiki er liðið vann alla deildarleiki sína árið 2013. Besti árangur Vals kom árið 2008 er liðið vann sautján af átján deildarleikjum sínum.

Valskonur fagna í kvöld en á morgun heimsækir liðið Stjörnuna á Samsung-völl.
Athugasemdir
banner
banner