Bernardo Silva og Dani Olmo eru báðir sagðir vera með sérstakt „Barcelona ákvæði" í samningum sínum.
Bernardo Silva skrifaði undir nýjan samning við Manchester City í sumar og Olmo skrifaði undir nýjan samning við Leipzig í Þýskalandi.
Samkvæmt Mundo Deportivo þá er ákvæði í samningi Bernardo Silva um að Barcelona geti keypt hann fyrir 50 milljónir punda. Leikmaðurinn er mjög spenntur fyrir því að fara til Katalóníu.
Í sömu frétt segir að Olmo sé með 52 milljón punda riftunarákvæði sem gildir bara fyrir Barcelona. Olmo er uppalinn hjá félaginu og er með sterkar tengingar þangað.
Þetta eru ansi góð verð fyrir Barcelona, sem hefur átt í miklum fjárhagsvandræðum, en það er talið að City meti Bernardo Silva á um 100 milljónir punda.
Athugasemdir