Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Decordova-Reid bjargaði jafntefli fyrir Heimi
Mynd: EPA

Það var mikið af landsleikjum í gærkvöldi og má sjá úrslit úr þeim hér fyrir neðan.


Jamaíka 2 - 2 Haítí
0-1 Louicius Deedson ('12)
0-2 Louicius Deedson ('15)
1-2 Ricardo Ade ('51, sjálfsmark)
2-2 Bobby Decordova-Reid ('83, víti)
Rautt spjald: Djimy-Bend Alexis, Haítí ('90)

Lærisveinar Heimis Hallgrímssonar áttu heimaleik gegn Haítí í norður-amerísku Þjóðadeildinni í nótt og lentu óvænt tveimur mörkum undir í fyrri hálfleik. Louicius Deedson, framherji OB í danska boltanum, gerði bæði mörkin.

Heimamenn í Jamaíku voru sterkari aðilinn í nótt og talsvert hættulegri í sínum sóknaraðgerðum, en Johnny Placide átti stórleik á milli stanganna þar sem hann varði hvert dauðafærið fætur öðru.

Lærisveinum Heimis tókst þó að jafna leikinn með tveimur mörkum í síðari hálfleik. Bobby Decordova-Reid, leikmaður Fulham í ensku úrvalsdeildinni, gerði seinna markið til að bjarga stigi.

Lokatölur urðu 2-2 og er Jamaíka með fjögur stig eftir tvær umferðir. Leon Bailey, Demarai Gray, Ethan Pinnock og Amari'i Bell voru meðal byrjunarliðsmanna Jamaíku í jafnteflinu.

Kamerún 3 - 0 Búrúndí
1-0 Bryan Mbeumo ('46)
2-0 Christopher Wooh ('59)
3-0 Vincent Aboubakar ('93)

Í undankeppni fyrir Afríkumótið vann Kamerún þriggja marka sigur á heimavelli gegn Búrúndí. Liðin mættust í úrslitaleik um að komast áfram í næstu umferð.

Sigurinn var þó ekki sannfærandi þar sem gestirnir fengu mikið af góðum færum en nýtingin var ekki til staðar. 

Staðan var markalaus eftir fyrri hálfleik en gæðamunur einstaklinga sást augljóslega í síðari hálfleik þegar Bryan Mbeumo og Vincent Abubakar, leikmenn Brentford og Besiktas, komust báðir á blað.

Kamerún endar á toppi riðilsins þökk sé þessum sigri og endar Namibía í öðru sæti.

Japan 4 - 2 Tyrkland

Bandaríkin 4 - 0 Óman

Úsbekistan 3 - 3 Mexíkó

Senegal 0 - 1 Alsír 

Marokkó 1 - 0 Búrkína Fasó

Gana 3 - 1 Líbería

Suður-Kórea 1 - 0 Sádí-Arabía

Kosta Ríka 1 - 4 Sameinuðu arabísku furstadæmin

Íran 4 - 0 Angóla

Egyptaland 1 - 3 Túnis

Filippseyjar 2 - 1 Afganistan

Kína 0 - 1 Sýrland

Suður-Afríka 1 - 0 Austur-Kongó

Aserbaídsjan 2 - 1 Jordanía

Barein 1 - 1 Túrkmenistan

Katar 1 - 1 Rússland

Kenía 0 - 1 Suður-Súdan

Singapúr 3 - 1 Taípei

Þá var mikið af vináttulandsleikjum sem voru spilaðir í gærkvöldi, þar sem Japan skoraði fjögur mörk á móti Tyrklandi eftir frábæran 1-4 sigur gegn Þýskalandi á dögunum.

Filippseyjar, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Íran, Gana og Suður-Kórea unnu meðal annars æfingaleikina sína þar sem Mehdi Taremi, Mohammed Kudus og Jordan Ayew voru meðal markaskorara.

Son Heung-min lék allan leikinn í sigri Suður-Kóreu, rétt eins og Mohamed Salah gerði í tapi Egyptalands gegn Túnis.

Svo mættust Riyad Mahrez og Sadio Mane í sigri Alsír gegn Senegal, áður en Bandaríkin og Mexíkó mættu til leiks.

Raul Jimenez, framherji Fulham, skoraði tvennu í 3-3 jafntefli gegn Úsbekistan á meðan Folarin Balogun og Brendan Aaronson voru meðal markaskorara í þægilegum sigri Bandaríkjanna.


Athugasemdir
banner