Lyon í Frakklandi er að leita að nýjum þjálfara eftir að hafa rekið Laurent Blanc úr starfi.
Lyon hefur aðeins fengið eitt stig úr fjórum leikjum á þessu tímabili og er með verstu markatöluna í frönsku deildinni.
Samkvæmt heimildum vefmiðilsins 90min þá er áhugavert nafn komið inn í umræðuna um starfið hjá Lyon. Miðillinn segir frá því að félagið sé að íhuga að ráða Frank Lampard til starfa.
John Textor, eigandi Lyon, er sagður bera gríðarlega mikla virðingu fyrir Lampard.
Lampard er einn besti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeldarinnar en stjóraferill hans hefur ekki farið eins vel af stað. Hann byrjaði reyndar vel með Derby County en átti svo erfitt uppdráttar hjá Chelsea og Everton.
Það verður áhugavert að sjá hvort hann mæti til Frakklands á næstu dögum.
Athugasemdir