Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert kaupákvæði í samningunum
Barcelona er ekki með kaupákvæði í samningum þeirra Joao Felix og Joao Cancelo en þetta staðfesti Deco, yfirmaður íþróttamála Barcelona, í dag.

Cancelo kom til Barcelona á láni frá Manchester City undir lok gluggans á meðan Felix kom á láni frá Atlético Madríd.

Portúgölsku landsliðsmennirnir sögðu báðir að það væri draumur að fá að spila fyrir Barcelona en það gæti farið svo að það verði bara til eins árs.

Barcelona kom ekki fyrir kaupákvæði í samningunum en félagið gæti samt keypt þá svo lengi sem þeir geri ágætis hluti í treyjunni.

„Það er ekkert kaupákvæði í samningunum hjá bæði Joao Felix og Cancelo. Þetta er bara eins árs lán og ef þeir standa sig vel þá munum við reyna að halda þeim áfram hjá félaginu. Við munum fara í það en ekkert sem við erum að ræða í dag,“ sagði Deco.
Athugasemdir
banner