Pólskir fjölmiðlar segja frá því í dag að tekin hafi verið ákvörðun um að reka Fernando Santos úr starfi landsliðsþjálfara.
Pólland hefur átti erfiða undankeppni fyrir Evrópumótið en liðið er í riðli með Tékklandi, Albaníu, Moldóvu, og Færeyjum. Pólland tapaði meðal annars fyrir Moldóvu og er bara með sex stig í fjórða sæti riðilsins.
Síðasti leikur Santos við stjórnvölinn með liðið var 2-0 tap gegn Albaníu, sem er á toppi riðilsins með tíu stig.
Santos, sem gerði Portúgal að Evrópumeisturum sumarið 2016, fer í sögubækurnar sem einn versti landsliðsþjálfari í sögu portúgalska landsliðsins.
Marek Papszun, sem stýrði síðast Raków Czestochowa til meistaratitils í Póllandi á síðasta tímabili, þykir líklegastur til að taka við starfinu.
Athugasemdir