Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Fjórir fótboltamenn týnt lífi sínu í flóðinu í Líbýu
Mynd: X
Fótboltasamband Líbýu hefur staðfest andlát fjögurra fótboltamanna í mannskæðasta flóði aldarinnar.

Að minnsta kosti 5300 eru látnir og 30 þúsund er saknað eftir að stormurinn Daníel gekk þar á land.

Úrhelli varð í landinu og gáfu tvær stíflur sig nálægt borginni Derna og er nú stór hluti hennar gjöreyðilagður.

Flóðið er það mannskæðasta á þessari öld en stormurinn gekk einnig yfir Búlgaríu, Grikkland og Tyrkland, þar sem margir týndu lífi sínu.

Fótboltasamband Líbýu staðfesti í dag andlát fjögurra fótboltamanna en það eru þeir Shaheen Al-Jamil, Monder Sadaqa og bræðurnir Saleh og Ayoub Sasi.

Sadaqa spilaði með úrvalsdeildarliðinu Darnes en bræðurnir Saleh og Ayoub léku með unglingaliði félagsins. Al-Jamil skrifaði á dögunum undir hjá Al-Tahaddi, sem leikur einnig í úrvalsdeildinni.


Athugasemdir
banner