Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Fótboltinn mjög góður á Íslandi og félagið hefur tekið vel á móti mér"
Lengjudeildin
Oliver Bjerrum Jensen í leik með Aftureldingu.
Oliver Bjerrum Jensen í leik með Aftureldingu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski miðjumaðurinn Oliver Bjerrum Jensen hefur átt frábært sumar með Aftureldingu og hefur einn besti leikmaður Lengjudeildarinnar.

Jensen, sem er 21 árs gamall, ákvað að koma til Íslands fyrir tímabilið eftir að hafa fengið lítið að spila með Randers í heimalandi sínu. Hann var svekktur með stöðu sína hjá Randers og ákvað því að leita eftir nýju tækifæri.

„Þetta hefur verið frábært og farið fram úr mínum væntingum," segir leikmaðurinn í viðtali við Bold.

„Ég vissi ekki alveg við hverju ég ætti að búast, ég vissi ekki hversu góður fótboltinn væri hérna. Umboðsmaðurinn minn hafði verið með nokkra leikmenn hérna og hann sagði við mig að fótboltinn hérna væri mjög góður."

„Ég er sammála honum; fótboltinn er mjög góður á Íslandi og félagið hefur tekið vel á móti mér. Ég er búinn að vera einn á Íslandi en þetta hefur verið ótrúlega góður tími."

Hann segir að tíminn með Aftureldingu hafi verið dýrmæt reynsla fyrir sig en hann stefnir á að snúa svo aftur til Danmerkur eftir tímabilið. Afturelding er í öðru sæti Lengjudeildarinnar fyrir lokaumferðina. Liðið þarf að vinna Þrótt í lokaumferðinni og treysta á að ÍA tapi gegn Gróttu til að fara með sigur af hólmi í deildinni. Annars er það umspilið sem bíður.
Athugasemdir
banner