Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fréttu af andláti aðstoðarþjálfarans í hálfleik
Mynd: pinterest

Kosta Ríka spilaði vináttulandsleik við Sameinuðu arabísku furstadæmin í gær en leikmenn liðsins voru ekki í sérlega góðu andlegu standi eftir að hafa fengið sorgarfréttir.


Leikmenn liðsins fengu að frétta það í hálfleik að aðstoðarþjálfarinn sem hafði ferðast með þeim frá Norður-Ameríku og alla leið til Evrópu fyrir æfingaferðina væri látinn.

Erick Rodríguez heitir aðstoðarþjálfarinn og lætur lífið aðeins 54 ára gamall. Rodriguez lék fjóra landsleiki fyrir Kosta Ríka á sínum tíma og skilur eftir sig 33 ára son, sem leikur fyrir Deportivo Saprissa í heimalandinu og á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Kosta Ríka.

Rodriguez fann fyrir veikindum og slappleika í ferðalagi landsliðsins um Evrópu. Hann fór með í ferju frá Newcastle til Amsterdam en varð eftir á spítala í Hollandi á meðan landsliðið hélt ferðalaginu áfram til Króatíu.

Hann var lagður inn á spítala aðeins tveimur dögum fyrir leik Kosta Ríka gegn Furstadæmunum og fengu leikmenn að frétta það í hálfleik að hann væri látinn. Haldin var mínútuþögn í upphafi seinni hálfleiks til að minnast Rodriguez.


Athugasemdir