Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola snýr aftur á hliðarlínuna
Mynd: EPA
Pep Guardiola. stjóri Manchester City, snýr aftur á hliðarlínuna um helgina þegar liðið mætir West Ham í Lundúnum.

Guardiola var ekki með liðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins en Juanma Lillo stýrði liðinu í fjarveru hans.

Spánverjinn þurfti að fara í bráðaaðgerð vegna bakvandamáls en hann er nú mættur aftur til Manchester og klár í slaginn gegn West Ham.

Í leikjunum tveimur sem Lillo stýrði vann Man City lið Fulham, 5-1, en var þó í vandræðum með nýliða Sheffield United. Það náði samt að landa 2-1 sigri og er því Man City með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina.


Athugasemdir
banner