Pep Guardiola. stjóri Manchester City, snýr aftur á hliðarlínuna um helgina þegar liðið mætir West Ham í Lundúnum.
Guardiola var ekki með liðinu í síðustu tveimur leikjum liðsins en Juanma Lillo stýrði liðinu í fjarveru hans.
Spánverjinn þurfti að fara í bráðaaðgerð vegna bakvandamáls en hann er nú mættur aftur til Manchester og klár í slaginn gegn West Ham.
Í leikjunum tveimur sem Lillo stýrði vann Man City lið Fulham, 5-1, en var þó í vandræðum með nýliða Sheffield United. Það náði samt að landa 2-1 sigri og er því Man City með fullt hús stiga eftir fyrstu fjóra leikina.
???????? pic.twitter.com/s3SNUdNrHj
— Manchester City (@ManCity) September 13, 2023
Athugasemdir