
Velkomin í Powerade slúðurpakkann. Haaland, Silva, Nagelsmann, Lingard, Pogba, Mbappe og Lampard eru meðal þeirra sem eru í pakka dagsins.
Barcelona planar að gera tilboð í norska sóknarmanninn Erling Haaland (23) árið 2025, þegar hann gæti verið falur frá Manchester City fyrir 150 milljónir punda. (90min)
Bernardo Silva (29) samdi við Manchester City um 50 milljóna punda riftunarákvæði í nýjum samningi sínum. Hann íhugar að fara til Barcelona næsta sumar. (Mundo Deportivo)
Julian Nagelsmann fyrrum stjóri Bayern München er enn með gildan samning við félagið. Það mun hinsvegar ekki krefjast þess að fá pening frá þýska fótboltasambandinu ef það vill fá hann sem landsliðsþjálfara. (Sky Sports Þýskalandi)
David Moyes stjóri West Ham hefur ekki útilokað að semja við Jesse Lingard (30) sem hefur verið að æfa með félaginu. (TalkSport)
Trevoh Chalobah (24) varnarmaður Chelsea býst ekki við því að spila stórt hlutverk þegar hann snýr aftur eftir meiðsli aftan í læri í þessum mánuði. (Standard)
Juventus getur rift samningi Paul Pogba (30) ef hann verður settur í bann fyrir brot á lyfjalögum. (Gazzetta dello Sport)
Breska ríkisstjórnin setur pressu á ensku úrvalsdeildina að skoða mögulegt yfirtökutilboð bandaríska fjárfestingafyrirtækisins 777 Partners á Everton áður en það verður samþykkt. (Telegraph)
Burnley og Crystal Palace fylgjast með enska framherjanum Bradley Ihonvien (19) hjá Colchester. (Sun)
Enska fótboltasambandið ætlar sér að halda Lee Carsley sem U21 landsliðsþjálfara en hann hefur verið orðaður við írska landsliðið, ef Stephen Kenny verður rekinn. (Independent)
Paris St-Germain hefur teiknað upp lista af fimm leikmönnum Real Madrid sem félagið mun reyna að fá og svara fyrir tilraunir Real Madrid til að fá Kylian Mbappe (24). (Sport)
Martin Ödegaard (24) segist ekki hafa mikið að segja um viðræður við Arsenal um framlengingu á samningi sínum en segist mjög ánægður hjá félaginu. (Nettavisen)
Fjölmörg tyrknesk félög undirbúa lánstilboð í franska varnarmanninn Malang Sarr (24) hjá Chelsea áður en tyrkneska glugganum verður lokað á föstudag. (Football Insider)
Adana Demirspor og Istanbul Basaksehir hafa gert lánstilboð í nígeríska framherjann Emmanuel Dennis (25) sem hefur útilokað að ganga í raðir CSKA Moskvu. (Fabrizio Romano)
Fenerbahce hefur bætt portúgalska miðjumanninum Andre Gomes (30) hjá Everton á óskalista sinn. (Sozcu)
Lyon íhugar að ráða Frank Lampard sem stjóra eftir að Laurent Blanc var rekinn. Lampard er fyrrum stjóri Chelsea og Everton. (90min)
Athugasemdir