Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harðstjórinn Hyballa rekinn enn á ný - Erfitt andrúmsloft
Peter Hyballa.
Peter Hyballa.
Mynd: EPA
Þjóðverjinn Peter Hyballa hefur verið rekinn úr starfi þjálfara NAC Breda í Hollandi.

Danskir fjölmiðlar vekja athygli á þessum tíðindum og það kannski skiljanlega, enda er Hyballa alræmdur þar í landi.

Hann tók við Esbjerg á sínum tíma af Ólafi Kristjánssyni. Þar var hann harðlega gagnrýndur af eigin leikmönnum. Leikmennirnir sendu frá sér sláandi bréf til fjölmiðla þar sem kvartað var undan refsingum hans, nektarmyndum, hótunum og níði.

„Í raun og veru lentu allir í honum sem leyfðu honum að lenda í sér. Hann reyndi við alla, reyndi að brjóta alla niður en ef þú sýndir honum að hann gat ekki brotið þig niður þá skipti hann bara yfir í næsta. Hann reyndi alveg að láta mig heyra það en maður lét það bara ekki á sig hafa, lét það bara 'slæda'," sagði Ísak Óli Ólafsson, leikmaður Esbjerg, um Hyballa á sínum tíma.

Í fréttatilkynningu Breda kemur fram að Hyballa hafi skapað andrúmsloft sem ekki var hægt að laga. Það hljómar kunnulega. Þetta var hans þriðja starf eftir að hann var rekinn frá Esbjerg.
Athugasemdir
banner
banner