Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 20:29
Brynjar Ingi Erluson
HM-hetja Ítala að taka við Lyon
Ítalski þjálfarinn Fabio Grosso er að taka við franska liðinu Lyon en þetta segir Fabrizio Romano á samfélagsmiðlum.

Lyon rak Laurent Blanc úr starfi á dögunum eftir ömurlega byrjun liðsins á tímabilinu en það er í botnsæti deildarinnar eftir fyrstu fjóra leikina.

Búið er að finna arftaka hans en Lyon hefur náð samkomulagi við Fabio Grosso um að taka við liðinu.

Viðræður eru komnar langt á veg og gengur Romano svo langt að segja að þær séu svo gott sem frágengnar með „Here We Go“ frasanum.

Grosso var síðast að þjálfa hjá Frosinone á Ítalíu en hann stýrði liðinu upp í Seríu A á síðustu leiktíð.

Flestir þekkja Grosso fyrir magnaða spilamennsku hans á HM árið 2006 er Ítalía varð heimsmeistari. Grosso skoraði sigurmarkið í undanúrslitunum og tryggði þá sigurinn í vítakeppni í úrslitaleiknum gegn Frökkum.
Athugasemdir
banner
banner