Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 17:50
Brynjar Ingi Erluson
Hugo Lloris er í hópnum hjá Tottenham
Mynd: EPA
Hugo Lloris, markvörður Tottenham Hotspur, er í úrvalsdeildarhópi liðsins fyrir komandi tímabil.

Lloris er búinn að missa markvarðarstöðuna til Guglielmo Vicario en Frakkinn sagði fyrr í sumar að hann væri opinn fyrir nýju ævintýri í öðru landi.

Markvörðurinn meiddist í apríl og missti af lokahluta tímabilsins en það er alveg ljóst að hann fær fá tækifæri á þessari leiktíð. Vicario hefur tekist að negla markvarðarstöðuna í vel spilandi liði Tottenham.

Lloris, sem er 36 ára gamall, var orðaður við bæði Newcastle og Nice í sumar, en ekkert varð af skiptunum. Frakkinn verður því að minnsta kosti áfram fram í janúar en hann er skráður í úrvalsdeildarhópinn hjá Tottenham eins og Eric Dier, sem á einnig eftir að spila leik á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner