Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 16:00
Elvar Geir Magnússon
Kamerún og Namibía tryggðu sér síðustu farseðlana
Bryan Mbeumo sóknarmaður Brentford er á góðu skriði og var meðal markaskorara þegar Kamerún vann Búrúndí 3-0 og tryggði sér sæti í úrslitakeppni Afríkukeppninnar.

Andre Onana markvörður Manchester United snéri aftur í landslið Kamerún eftir níu mánaða fjarveru. Hann var settur í bann af fótboltasambandi landsins á miðju heimsmeistaramóti í Katar.

Ef Onana og Mbeumo verða meðal leikmanna sem valdir verða í hópinn hjá Kamerún fyrir Afríkukeppnina verða þeir meðal margra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni sem missa af leikjum með félagsliðum sínum.

Kamerún vann spennandi C-riðil undankeppni Afríkukeppninnar, einu stigi á undan Namibíu sem tryggði sér annað sætið og þar með þátttökurétt í lokakeppninni.

Það er því ljóst hvaða 24 lönd taka þátt í Afríkukeppninni sem fram fer á Fílabeinsströndinni frá 13. janúar til 11. febrúar á næsta ári.

Liðin á Afcon 2023: Alsír, Angóla, Búrkina Fasó, Kamerún, Grænhöfðaeyjar, Gambía, Gana, Gínea, Gínea-Bissá, Fílabeinsströndin, Malí, Máritanía, Mósambík, Marokkó, Namibía, Nígería, Senegal, Suður-Afríka, Tansanía, Túnis, Sambía.
Athugasemdir
banner
banner