Það er mikill pirringur í Svíþjóð eftir að sænska landsliðið tapaði 1-3 fyrir Austurríki á heimavelli sínum í undankeppni Evrópumótsins í gærkvöldi.
Svíþjóð hefur aðeins náð í sex stig úr fimm leikjum og er liðið sjö stigum frá öðru sæti í sínum riðli. Það eru miklar líkur á því að liðið fari á EM en það eru svo gott sem engar líkur á því að liðið fari í umspil í gegnum Þjóðadeildina.
Það eru hæfileikaríkir leikmenn á borð Alexander Isak, Dejan Kulusevski og Emil Forsberg í liðinu en það er ekki nóg svo að liðið nái árangri.
Erik Nivå, fótboltapenni hjá Sportbladet, segir að útlitið hjá sænska landsliðinu sé „svart eins og nóttin" en það eru margir að kalla eftir höfði landsliðsþjálfarans Janne Andersson núna. Andrúmsloftið í kringum sænska liðið er mjög þungt þessa stundina.
Andersson, sem hefur stýrt sænska landsliðinu frá 2016, ætlar ekki að segja af sér.
„Ég er með samning til næsta sumars. Ég er auðvitað mjög vonsvikinn en við verðum bara að sleikja sárin. Ég gefst ekki upp," segir Andersson.
„Af hverju ætti ég að fara núna? Við töpuðum leik en þetta er ekki bara myrkur."
Sænska knattpspyrnusambandið segir að Andersson sé enn með traust til að halda áfram í starfi sínu.
Athugasemdir