Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lee Carsley efstur á óskalista Írlands
Enska knattspyrnusambandið býst við því að kollegar sínir frá Írlandi muni hafa samband á næstunni.

Írska knattspyrnusambandið er búið að setja Lee Carsley efstan á sinn óskalista fyrir þjálfarastarfið hjá A-landsliðinu.

Stephen Kenny mun ekki fá nýjan samning frá írska knattspyrnusambandinu eftir erfiða undankeppni en það er umræða um það á Írlandi núna hvort að það eigi að reka Kenny núna eða leyfa honum að klára undankeppnina.

Carsley er efstur á óskalista írska sambandsins. Carsley er fyrrum miðjumaður Everton og lék á sínum tíma 40 landsleiki fyrir Írland. Í sumar stýrði hann enska U21 landsliðinu til sigurs á Evrópumótinu.

Damien Duff, fyrrum leikmaður Chelsea, og Kieran McKenna, stjóri Ipswich, eru einnig orðaðir við starfið hjá Írlandi.
Athugasemdir
banner
banner