Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lukaku búinn að skora jafnmikið og Pele
Belgía rúllaði yfir Eistland í undankeppni Evrópumótsins í gær þar sem sóknarmaðurinn Romelu Lukaku var allt í öllu í liði Belga.

Lukaku skoraði tvö og gaf stoðsendingu í fimm marka sigri.

Lukaku hefur átt erfiðan tíma í fótboltanum undanfarið ár eða svo, en hann náði miklum áfanga í gær.

Hann er núna búinn að skora 77 mörk fyrir belgíska landsliðið í 110 landsleikjum. Hann er núna búinn að skora jafnmörg landsliðsmörk og goðsögnin Pele gerði fyrir Brasilíu.

Lukaku er í tólfta sæti ásamt Pele yfir markahæstu landsliðsmenn sögunnar, en belgíski sóknarmaðurinn á nóg eftir af sínum ferli.
Athugasemdir