Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 23:02
Brynjar Ingi Erluson
Mbappe og Messi sendu Verratti hlýjar kveðjur - „Einn besti leikmaður sem ég hef séð“
Mynd: EPA
Ítalski landsliðsmaðurinn Marco Verratti samdi við katarska liðið Al-Arabi í dag eftir að hafa eytt síðustu ellefu árum hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.

Verratti skapaði sér stóran sess í fótboltasögu PSG en hann var heilinn á miðjunni og einn af allra bestu leikmönnum frönsku deildarinnar.

Al-Arabi keypti hann fyrir 45 milljónir evra og er því ævintýri hans í Frakklandi formlega lokið.

Kylian Mbappe og Lionel Messi, fyrrum liðsfélagar hans í PSG, óskuðu honum velfarnaðar hjá nýja félaginu.

„Stórkostlegur leikmaður og manneskja. Það hefur verið sönn ánægja að spila með þér öll þessi ár. Við munum aldrei gleyma eða líta framhjá tíma þínum hér. Einn besti leikmaður sem ég hef á ævi minni séð. Takk fyrir allt vinur minn, á mikið eftir að sakna þín,“ sagði Mbappe á Instagram.

Messi tók í sama streng og óskaði honum góðs gengis.

„Gangi þér allt í haginn á þessum nýja kafla í þínu lífi. Þú veist nú þegar að ég óska þér alltaf alls hins besta,“ sagði Messi.


Athugasemdir
banner
banner