Anthony Modeste er búinn að skrifa undir samning við egypska stórveldið Al-Ahly.
Modeste er búinn að gera eins árs samning við Al-Ahly með möguleika á auka ári ef ákveðnum skilyrðum verður mætt.
Modeste er 35 ára gamall og lék með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð, en leiktíðina þar áður skoraði hann 23 mörk í 35 leikjum hjá Köln.
Hann átti erfitt uppdráttar hjá Dortmund og reynir nú fyrir sér í Afríku.
Al-Ahly er langsigursælasta félag Egyptalands og Afríku og er ríkjandi deildarmeistari og Afríkumeistari.
Good morning ? pic.twitter.com/JX60ZrOEkc
— Al Ahly SC ???????? (@AlAhlyEnglish) September 12, 2023
Athugasemdir