Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 07:40
Ívan Guðjón Baldursson
Modeste kominn til Al-Ahly (Staðfest)
Mynd: Heimasíða Borussia Dortmund

Anthony Modeste er búinn að skrifa undir samning við egypska stórveldið Al-Ahly.


Modeste er búinn að gera eins árs samning við Al-Ahly með möguleika á auka ári ef ákveðnum skilyrðum verður mætt.

Modeste er 35 ára gamall og lék með Borussia Dortmund á síðustu leiktíð, en leiktíðina þar áður skoraði hann 23 mörk í 35 leikjum hjá Köln.

Hann átti erfitt uppdráttar hjá Dortmund og reynir nú fyrir sér í Afríku.

Al-Ahly er langsigursælasta félag Egyptalands og Afríku og er ríkjandi deildarmeistari og Afríkumeistari.



Athugasemdir
banner
banner