Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 16:08
Elvar Geir Magnússon
Óvissa hjá Ara - „Þetta er það eina sem ég hef lifað fyr­ir“
Ari lék 83 landsleiki en lagði landsliðsskóna á hilluna 2021.
Ari lék 83 landsleiki en lagði landsliðsskóna á hilluna 2021.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allt stefnir í að Ari Freyr Skúlason yfirgefi sænska félagið Norrköping þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. Ari, sem er 36 ára, hefur verið varaskeifa á þessu tímabili og aðeins komið við sögu í átta deildarleikjum.

„Ég vil vera áfram í Norr­köp­ing, en ég er ekki al­veg á þeim stað að geta spilað í sænsku úr­vals­deild­inni. Ég get samt spilað í eitt eða tvö ár í viðbót og svo sjá­um við til," sagði Ari í samtali við nt.se og mbl.is þýðir úr.

„Ég hef verið at­vinnumaður í 21 ár og þetta er það eina sem ég hef lifað fyr­ir. Lífið eft­ir fótbolta­fer­il­inn verður áskor­un. Sam­tal mitt við fé­lagið hef­ur verið opið og við sjá­um hvað set­ur."

Ari er uppalinn Valsari, hann lék 83 landsleiki fyrir Ísland en lagði landsliðsskóna á hilluna 2021. Hann lék með Íslandi bæði á EM og HM.

Norrköping er mikið Íslendingafélag en með liðinu spila einnig Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason. Þá er Andri Lucas Guðjohnsen samnngsbundinn félaginu en er á láni hjá Lyngby.
Athugasemdir
banner
banner