Allt stefnir í að Ari Freyr Skúlason yfirgefi sænska félagið Norrköping þegar samningur hans rennur út eftir tímabilið. Ari, sem er 36 ára, hefur verið varaskeifa á þessu tímabili og aðeins komið við sögu í átta deildarleikjum.
„Ég vil vera áfram í Norrköping, en ég er ekki alveg á þeim stað að geta spilað í sænsku úrvalsdeildinni. Ég get samt spilað í eitt eða tvö ár í viðbót og svo sjáum við til," sagði Ari í samtali við nt.se og mbl.is þýðir úr.
„Ég hef verið atvinnumaður í 21 ár og þetta er það eina sem ég hef lifað fyrir. Lífið eftir fótboltaferilinn verður áskorun. Samtal mitt við félagið hefur verið opið og við sjáum hvað setur."
Ari er uppalinn Valsari, hann lék 83 landsleiki fyrir Ísland en lagði landsliðsskóna á hilluna 2021. Hann lék með Íslandi bæði á EM og HM.
Norrköping er mikið Íslendingafélag en með liðinu spila einnig Ísak Andri Sigurgeirsson og Arnór Ingvi Traustason. Þá er Andri Lucas Guðjohnsen samnngsbundinn félaginu en er á láni hjá Lyngby.
Athugasemdir