Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 19:34
Brynjar Ingi Erluson
Rekinn eftir tæpa átta mánuði í starfi (Staðfest)
Mynd: EPA
Pólska fótboltasambandið hefur staðfest brottför portúgalska þjálfarans Fernando Santos en hann er horfinn af braut eftir að eins átta mánuði í starfi.

Santos hætti með portúgalska landsliðið eftir HM í Katar og var ráðinn þjálfari Póllands nokkrum vikum síðar.

Í þeim sex leikjum sem hann stýrði vann liðið aðeins þrjá og tapaði þremur.

Santos var látinn taka poka sinn í dag eftir að liðið tapaði 2-0 gegn Albaníu í mikilvægum í leik í undankeppni Evrópumótsins en Pólverjar eiga samt sem áður góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Marek Papszun, sem stýrði síðast Raków Czestochowa til meistaratitils í Póllandi á síðasta tímabili, þykir líklegastur til að taka við starfinu.


Athugasemdir
banner