Pólska fótboltasambandið hefur staðfest brottför portúgalska þjálfarans Fernando Santos en hann er horfinn af braut eftir að eins átta mánuði í starfi.
Santos hætti með portúgalska landsliðið eftir HM í Katar og var ráðinn þjálfari Póllands nokkrum vikum síðar.
Í þeim sex leikjum sem hann stýrði vann liðið aðeins þrjá og tapaði þremur.
Santos var látinn taka poka sinn í dag eftir að liðið tapaði 2-0 gegn Albaníu í mikilvægum í leik í undankeppni Evrópumótsins en Pólverjar eiga samt sem áður góðan möguleika á að komast upp úr riðlinum.
Marek Papszun, sem stýrði síðast Raków Czestochowa til meistaratitils í Póllandi á síðasta tímabili, þykir líklegastur til að taka við starfinu.
[KOMUNIKAT]
— PZPN (@pzpn_pl) September 13, 2023
Polski Zwi?zek Pi?ki No?nej informuje, ?e z?dniem 13 wrze?nia 2023 roku trener Fernando Santos przesta? pe?ni? obowi?zki selekcjonera reprezentacji Polski.
Szczegó?y... ??
Athugasemdir