Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   mið 13. september 2023 10:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison ætlar að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi
Richarlison hefur átt erfitt uppdráttar.
Richarlison hefur átt erfitt uppdráttar.
Mynd: EPA
Brasilíumaðurinn Richarlison er að ganga í gegnum erfiðan kafla á sínum ferli. Hann hefur líka gengið í gegnum vandræði utan vallar og segist ætla að sækja sér hjálpar.

„Innan vallar þá reyni ég að hjálpa eins og ég get. Stundum ganga hlutirnir ekki upp eins og ég vil. Ég held að þetta snúist að hluta til um það sem hefur gerst utan vallar hjá mér. Það hefur flækst fyrir," segir Richarlison.

„Ég gekk í gegnum stormasaman tíma utan vallar síðustu fimm mánuði. Núna lítur þetta betur út."

„Ég ætla að fara aftur til Englands og fá þar sálfræðihjálp hjá sálfræðingi. Ég ætla að vinna í andlegu heilsunni og koma sterkur til baka."

Richarlison hefur átt erfitt uppdráttar frá því hann gekk í raðir Tottenham fyrir síðasta tímabil. Hann vonast til að komast aftur í rétt hugarástand og finna svo taktinn aftur.
Athugasemdir
banner
banner