
Úrslitaleikur Mjólkurbikarsins fer fram klukkan 16 á laugardag en Víkingur og KA mætast þá á Laugardalsvelli.
Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Liðið hefur lyft bikarnum síðustu þrjú skipti en keppnin 2020 var ekki kláruð, vegna Covid heimsfaraldursins.
Víkingur hefur verið bikarmeistari samfleytt frá 14. september 2019. Liðið hefur lyft bikarnum síðustu þrjú skipti en keppnin 2020 var ekki kláruð, vegna Covid heimsfaraldursins.
Eins og staðan er núna er óhætt að segja að það sé ekki óskaspá varðandi veðrið þennan bikarúrslitaleikinn.
„Á laugardag er allt útlit fyrir að skil fari yfir landið og með slagveðursrigningu, einkum eftir hádegi og fram á kvöldið. Suðvestanlands byrjar að rigna um hádegi hvassast líklegast síðdegis um það leyti sem bikarúrslitaleikurinn fer fram," segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku.
„Laugardalurinn er í ágætu skjóli í SA-átt og verður minna úr vindi þar en annars. Stúkan austan við völlinn skýlir, en strengur nær sér upp sunnan hennar í þessari átt og inn á sjálfan völlinn. Vitanlega getur spáin breyst og stundum eru óveður eins og þetta nokkrum klukkustundum fyrr á ferðinni."
Fjöldi leikja í íslenska boltanum eru settir á laugardaginn; meðal annars í Bestu deildum karla og kvenna og lokaumferðir í neðri deildum.
Hægt er að fylgjast með spánni fyrir Laugardal á Blika.is fram að leik. Hún er uppfærð fjórum sinnum á dag.
Athugasemdir