Bandaríski leikmaðurinn Matko Miljevic er kominn í lífstíðarbann frá utandeildinni í Kanada eftir að hann kýldi leikmann í leik á dögunum en hann spilaði þar undir fölsku nafni.
Miljevic er samningsbundinn Montreal sem spilar í MLS-deildinni í Bandaríkjunum.
Bandaríkjamaðurinn kom til Montreal frá Argentinos Juniors fyrir tveimur árum en hefur engan veginn náð að sanna sig með kanadíska félaginu.
Hann hefur fengið lítinn spiltíma undanfarið og ákvað að bregðast við því með því að fara spila í utandeildinni í Kanada og það án leyfis frá Montreal.
Miljevic ákvað að spila undir fölsku nafni til að koma í veg fyrir frekari vandræði en vinur hans hjálpaði honum að finna lið í utandeildinni.
Það gaman entist þó ekki lengi. Hann kom að átta mörkum í þremur leikjum en hefur nú verið dæmdur í lífstíðarbann eftir að hann bæði hrækti á og kýldi leikmann í deildinni.
Montreal hafði enga hugmynd að hann væri að spila í utandeildinni og hefur ekki tjáð sig opinberlega um málið en það gæti farið svo að það rifti við leikmanninn.
Miljevic hefur spilað 124 mínútur í MLS-deildinni á þessu tímabili og komið að einu marki.
Montreal midfielder Matko Miljevic (22) was frustrated with his lack of playing time, so we signed up for a local Montreal amateur league under a fake name
— MLS Buzz (@MLS_Buzz) September 13, 2023
He was banned after 3 matches for punching another player in the face pic.twitter.com/PwC11ekCN2
Athugasemdir