Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
   mið 13. september 2023 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Staðfestir að Klopp taki ekki við þýska landsliðinu
Jurgen Klopp er ekki að fara að taka við landsliði Þýskalands á þessum tímapunkti.

Klopp er einn af þeim sem hafa verið orðaðir við starfið eftir að Hansi Flick var rekinn á dögunum.

Umboðsmaður Klopp er hins vegar búinn að staðfesta að þýska sambandið verði að leita annað.

„Jurgen er með langtímasamning við Liverpool og hann er ekki tilbúinn að taka við landsliðinu núna," segir Marc Kosicke, umboðsmaður Klopp.

Klopp er með samning við Liverpool til 2026 en það er talið líklegast að Julian Nagelsmann taki við Þjóðverjum og stýri þeim á Evrópumótinu á heimavelli næsta sumar.
Athugasemdir
banner
banner